Þessi mynd snýr ekki á hlið. Þetta er raunveruleikinn við Cingino stífluna í Piedmont á Ítalíu. Villigeitur (alpine ibex) klífa þar næstum lóðréttan steypuvegginn sem er saltríkur og í saltið eru geiturnar sólgnar líkt og íslenskar kindur sem sleikja malbikið á hringveginum.
Geiturnar eru með klofnar klaufir þar sem á milli eru sterkir gripfletir sem gerir þeim kleift að klífa það sem í raun er ókleift. Ótrúlegt en satt.