Stofnendur og eigendur Tapabarsins í Kvosinni í Reykjavík, portúgalarnir Nuno Servo og Bento Guerreiro, hafa keypt Fálkahúsið í Hafnarstræti af Guðmundi Jónssyni lögfræðingi sem hefur átt það um árabil en selur nú. Sagt er að fermetraverð hafi veið rúmlega 700 þúsund sem er ódýrt á þessum stað í miðbæ Reykjavíkur.
Tapasfélagarnir Nuno og Bento, báðir kvæntir íslenskum konum og hafa búið hér lengi, hafa rekið veitingastaði í Fálkahúsinu sem njóta vinsælda; Sæta Svínið og Fjallkonuna og í suðurendanum kokteilbarinn Tipsý. Þá reka þeir einnig veitingastaðinn Apótekið á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, Sushi Social og Tres Locos.