Túristi gerði sér lítið fyrir og strekkti hengirúm á milli trjáa í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg þar sem hann svo gisti ókeypis í margra metra hæð. Ekki tókst að ná tali af manninum þar sem hann var sofandi.
Næturgesturinn í Hallargarðinum var vel útbúinn græjum; hann batt reipi í annað tréð, svo í hitt á móti og klifraði svo upp þriðja reipið sem lá niður úr hengirúminu sjálfu.
Sem betur fer hékk hann þurr eins og haft er á orði um veðurfar.