„Í kvöld átti ég mitt fyrsta flug með flugdólgi í heimfluginu frá Kaupmannahöfn. Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftirá að hyggja,“ segir Bjarni Ákason athafnamaður nýlentur úr góðu fríi:
–
„Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona þvi hann byrjaði góla einsog kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði einsog eldri maður því hann var alltaf að tala um þetta væri skattpeningarnir sínir. Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra “lendiði helvítis vélinni” Við hliðinni á honum var settur ungur flugþjónn sem stóð sig svo vel. Rabbaði við gæann og hélt honum rólegum, meir að segja þegar hann vildi fá viskey eftir lendingu og vildi fá leigubíl uppað vél eftir að vera búinn að æla. Svo kom löggan og fjarlægði hann þá sá ég að minn maður var ungur fíkill.
Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum. En konan tók það ekki í mál og sagði að ég væri fáviti.“