„Hnífsstunga á menningarnótt, ung stúlka deyr og þetta er hræðilegt eins og mest má vera,“ segir Sigurður Bogi blaðamaður og hugleiðir áfram:
„Útkoman eru viðbrögð samhugur skólum og víða. Svo stíga álitsgjafar og áhrifavaldar fram, haldnar eru tombólur, tónleikar og fleira. Stjórnmálamenn stíga fram. Messur í kirkjum og mas á torgum. Allt gott og blessað! Svo kemur sífur í fjölmiðlum um að efla verði velferðarþjónustu og stuðning við börn sbr. lát stúlkunnar. Með öðrum orðum; sníkja á aukin opinber framlög. Og sjálfsagt má færa rök fyrir að slíkt þurfi í mörgum tilvikum. En úr hvaða umhverfi koma þau börn sem beita hnífum? Mikilvægast er börnin eigi góða, trausta og samheldna fjölskyldu; stuðningsnet. Vandinn verður ekki leystur með ríkisvæðingu kærleikans.“