HomeGreinarHÓSTAKÓRINN Í HÖRPU - "ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG"

HÓSTAKÓRINN Í HÖRPU – „ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG“

„Við Pála brugðum okkur á tónleika Víkings Ólafssonar í Hörpu. Eldborgin þétt setin og miklar væntingar í loftinu enda búið að fjalla mikið um tónleikaröð Víkings í fjölmiðlum,“ segir Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður og rektor á Bifröst með meiru. En ekki er allt sem sýnist og heyrist:
„Víkingur stóðst með sóma og meira en það allar þær væntingar sem ég hafði gert mér og allt það sem hann hafði fram að færa hafði mikið gildi fyrir mig. En ég get ekki látið hjá líða að nefna að Víkingur var í samkeppni við hótstkórinn sem var mættur og hafði sig í frammi sérstaklega þegar rólegir og fínlegir hlutar verksins voru spilaðir. Eins og að þá þyrfti einhverju að bæta við spileríið hjá Víkingi. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til og sýna skilning á því að einn og einn tónleikagestur þurfi að hósta eða ræska sig öðru hverju en þegar kórinn er jafn hávær og í kvöld rýrir það gildi tónleikanna fyrir alla þá fjölmörgu sem eru komnir til að hlusta á tónlistina án framlags hóstkórsins. Ég rifjaði upp í huganum samtal við Guðmund Emilsson („Maestro“ eins og við kölluðum hann) sem sagði mér einu sinni frá tónleikum sem hann var að stjórna og að þar hefði einn tónleikagesturinn haft sig mjög í frammi með hósti og ræskingum. „Maestro“ tók þá til bragðs að gera hlé á tónleikunum og ávarpaði viðkomandi og sagði. „Annað hvort ferð þú út eða ég“. Alvöru maestro þar á ferð sem lét ekki eyðileggja tónleikana sem mikið var búið að hafa fyrir. Reyndar verð ég líka að nefna að á tónleikum Sinfó um daginn tók einn dyravörðurinn að sér hlutverk hóstkórsins með þeim hætti að sitja á stól við dyrnar og láta braka vel í honum, sérstaklega þegar fiðlarinn var að spila einleik.
En skilaboðin hjá mér eru þau að umburðarlyndið og skilningurinn þurfa alltaf að vera til staðar en því má ofbjóða eins og öðru og þannig leið mér á köflum á þessum annars frábæru tónleikum í kvöld.“
TENGDAR FRÉTTIR

LÆKNIR MEÐ LANDRIS Í KVIÐNUM

"Á aðventunni fann ég fyrir landrisi vinstra megin í kviðnum," segir Lýður Árnason læknir og baráttumaður fyrir betra Íslandi: "Taldi þetta þýðingarlaust en um áramót...

LEYNILEGAR UNDIRSKRIFTIR GEGN BJARNA BEN

Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af...

VINNUSTOFAN KJARVAL OPNAR GALLERÍ ÞAR SEM ÁÐUR SÁTU ÞINGMENN

Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru...

VINDMYLLUHUGMYNDIR NORÐMANNA HÉR Á LANDI LÚSUGAR EINS OG LAXARNIR ÞEIRRA

"Sagt er að sígandi lukka sé best," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri í rafrænni morgunhugleiðingu sinni: "Ísland ætti að skapa sér ímynd sem...

PAWEL BARTOSZEK EDRÚ Í 30 DAGA – ÞETTA GERÐIST!

"Dagur 30 í áfengispásu," segir Pawel Batoszek borgarfulltrúi í Reykjavík og þá gerðust þessi ósköp: "Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga...

NETSAMBAND Í BÍLAKJÖLLURUM

Stórum fjölbýlishúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár og hafa stór fjölbýlishverfi byggst upp víða um höfuðborgarsvæðið. Þessum hverfum fylgja oft niðurgrafnir bílastæðakjallarar með einkabílastæðum sem fylgja...

JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESI VALDA HRÆÐSLU Í NEW JERSEY OG NEW YORK

"Frá Reykjanesi til New Jersey? Það var virkilega pínulítill jarðskjálfti, mældist 4,8 á magnitude mælikvarða, en það hrærði mikið í hræðslu og spekúleringum í...

ROYAL BÚÐINGUR Á KALDABAR

Þessi spaði mætti á Kaldabar á Klapparstíg síðdegis í gær kyrfilega merktur Royal súkkulagðibúningi. Vakti hann athygli viðstaddra eins og algengt er þegar frávik...

GLASGOW VIÐ VESTURGÖTU 1885

Glasgow við Vesturgötu var stærsta hús landsins á sínum tíma segir Klemenz Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Það var reist 1863 af skosku verslunarfélagi. Þar...

SIGURÐUR G. ER GYÐINGUR EN AFÞAKKAR ÍSRAELSKT RÍKISFANG

Ein formóðir mín í kvenlegg hét Helga og kom frá Færeyjum þar sem foreldrar hennar voru kaupmenn, gyðingar frá Slésvík Holtsetalandi," segir Sigurður G....

ÁTTA ÞÚSUND MANNS Í STARTHOLUNUM – STÓRI PLOKKDAGURINN NÁLGAST

Stóri plokkdagurinn verður haldin um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra...

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar: - Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að...

Sagt er...

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem...

Lag dagsins

Andy Garcia, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vincent Mancini í Godfather III, er afmælisbarn dagsins (68). Hann er frá Kúpu og tekur hér Abba...