HomeGreinarHÓSTAKÓRINN Í HÖRPU - "ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG"

HÓSTAKÓRINN Í HÖRPU – „ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG“

„Við Pála brugðum okkur á tónleika Víkings Ólafssonar í Hörpu. Eldborgin þétt setin og miklar væntingar í loftinu enda búið að fjalla mikið um tónleikaröð Víkings í fjölmiðlum,“ segir Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður og rektor á Bifröst með meiru. En ekki er allt sem sýnist og heyrist:
„Víkingur stóðst með sóma og meira en það allar þær væntingar sem ég hafði gert mér og allt það sem hann hafði fram að færa hafði mikið gildi fyrir mig. En ég get ekki látið hjá líða að nefna að Víkingur var í samkeppni við hótstkórinn sem var mættur og hafði sig í frammi sérstaklega þegar rólegir og fínlegir hlutar verksins voru spilaðir. Eins og að þá þyrfti einhverju að bæta við spileríið hjá Víkingi. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til og sýna skilning á því að einn og einn tónleikagestur þurfi að hósta eða ræska sig öðru hverju en þegar kórinn er jafn hávær og í kvöld rýrir það gildi tónleikanna fyrir alla þá fjölmörgu sem eru komnir til að hlusta á tónlistina án framlags hóstkórsins. Ég rifjaði upp í huganum samtal við Guðmund Emilsson („Maestro“ eins og við kölluðum hann) sem sagði mér einu sinni frá tónleikum sem hann var að stjórna og að þar hefði einn tónleikagesturinn haft sig mjög í frammi með hósti og ræskingum. „Maestro“ tók þá til bragðs að gera hlé á tónleikunum og ávarpaði viðkomandi og sagði. „Annað hvort ferð þú út eða ég“. Alvöru maestro þar á ferð sem lét ekki eyðileggja tónleikana sem mikið var búið að hafa fyrir. Reyndar verð ég líka að nefna að á tónleikum Sinfó um daginn tók einn dyravörðurinn að sér hlutverk hóstkórsins með þeim hætti að sitja á stól við dyrnar og láta braka vel í honum, sérstaklega þegar fiðlarinn var að spila einleik.
En skilaboðin hjá mér eru þau að umburðarlyndið og skilningurinn þurfa alltaf að vera til staðar en því má ofbjóða eins og öðru og þannig leið mér á köflum á þessum annars frábæru tónleikum í kvöld.“
TENGDAR FRÉTTIR

ORÐIN TÓM Í EYMUNDSSON

Þessi tilvitnun úr skáldverki Jóns Kalman hefur prýtt hú Eymundson á Skólavörðustíg. Vel við hæfi því lengi var þar rekið vinsælt kaffihús innan um...

GANGSTÉTTIR Á LAUGAVEGI EINS OG JARÐSKJÁLFTASVÆÐI

Forvitnir ferðamenn spyrja hvort jarðskjálftar á Reykjanesi hafi orsakað þessar skemdir á Laugavegi. Svarið er græna byltingin í miðbænum. Borgaryfivöld plötuðu öspum í gangstéttirnar...

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

TOLLI ELSKAR TENE

"Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

Sagt er...

Goðsögnin Marilyn Monroe með Gladys móður sinni og Berenice hálfsystur á ströndinni í Santa Monica 1946. https://www.youtube.com/watch?v=dLzeHkEQe9g

Lag dagsins

Tónlistarsnillingurinn Kári Egilsson er afmælisbarn dagsins (23). Með einstæðum hæfileikum hefur hann skapað sér rúm í íslenskum tónlistarheimi og fest sig þar í sessi...