HomeGreinarHÓSTAKÓRINN Í HÖRPU - "ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG"

HÓSTAKÓRINN Í HÖRPU – „ANNAÐ HVORT FERÐ ÞÚ ÚT EÐA ÉG“

„Við Pála brugðum okkur á tónleika Víkings Ólafssonar í Hörpu. Eldborgin þétt setin og miklar væntingar í loftinu enda búið að fjalla mikið um tónleikaröð Víkings í fjölmiðlum,“ segir Vilhjálmur Egilsson fyrrum þingmaður og rektor á Bifröst með meiru. En ekki er allt sem sýnist og heyrist:
„Víkingur stóðst með sóma og meira en það allar þær væntingar sem ég hafði gert mér og allt það sem hann hafði fram að færa hafði mikið gildi fyrir mig. En ég get ekki látið hjá líða að nefna að Víkingur var í samkeppni við hótstkórinn sem var mættur og hafði sig í frammi sérstaklega þegar rólegir og fínlegir hlutar verksins voru spilaðir. Eins og að þá þyrfti einhverju að bæta við spileríið hjá Víkingi. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til og sýna skilning á því að einn og einn tónleikagestur þurfi að hósta eða ræska sig öðru hverju en þegar kórinn er jafn hávær og í kvöld rýrir það gildi tónleikanna fyrir alla þá fjölmörgu sem eru komnir til að hlusta á tónlistina án framlags hóstkórsins. Ég rifjaði upp í huganum samtal við Guðmund Emilsson („Maestro“ eins og við kölluðum hann) sem sagði mér einu sinni frá tónleikum sem hann var að stjórna og að þar hefði einn tónleikagesturinn haft sig mjög í frammi með hósti og ræskingum. „Maestro“ tók þá til bragðs að gera hlé á tónleikunum og ávarpaði viðkomandi og sagði. „Annað hvort ferð þú út eða ég“. Alvöru maestro þar á ferð sem lét ekki eyðileggja tónleikana sem mikið var búið að hafa fyrir. Reyndar verð ég líka að nefna að á tónleikum Sinfó um daginn tók einn dyravörðurinn að sér hlutverk hóstkórsins með þeim hætti að sitja á stól við dyrnar og láta braka vel í honum, sérstaklega þegar fiðlarinn var að spila einleik.
En skilaboðin hjá mér eru þau að umburðarlyndið og skilningurinn þurfa alltaf að vera til staðar en því má ofbjóða eins og öðru og þannig leið mér á köflum á þessum annars frábæru tónleikum í kvöld.“
TENGDAR FRÉTTIR

SÁNUNNI Í VESTURBÆJARLAUG LOKAÐ

Frá og með fimmtudeginum 5. desember verður sánunni í Vesturbæjarlaug lokað. Verið er að hefja niðurrif á sánaklefunum sem er fyrsti liður í endurbótum á...

VALKYRJURNAR Í VALHÖLL

Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mynda ríkisstjórn. Inga segir að þetta verði valkyrjustjórn og hinar tvær kinka kolli: - Valkyrjur eru kvenkyns...

KOSNINGASKYRTA KRISTRÚNAR UPPSELD

Fyrir kosningar var frá því greint hér að Kristrún Frostadóttir, sigurvegarinn í Samfylkingunni, hefði mátað svarta glimmerskyrtu í tískuvöruversluninni Mathilda í Smáralind. Hún keypti...

HUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

"Siggi okkar hefur ósjaldan komið fjölskyldunni á óvart með því sem hann hann hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því hann var barn...

TRÖLLI FÓR Í KIRKJU OG FRELSAÐIST

Trölli sló í gegn á jólahátíð á Austurvelli í dag og kætti jafnt börn og fullorðna. En þetta tók á og Trölli var við...

GLUGGAÞVOTTUR GLERAUGNASALANS

Barnabarn gleraugnasalans á Laugavegi hjálpar afa sínum að þvo verslunargluggann undir árvökulu augnaráði módelsins á mynd fyrir aftan.

KJÖRSTAÐIR EINS OG SUBWAY

"Ég veit ekki hvað ég á að kjósa. Hvað á ég að kjósa? Og af hverju?" spyr Óttar M. Noðrfjörð rithöfundur og er ekki...

HÓLMINN Í TJÖRNINNI TEKINN Í GEGN Á ÍS

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni eftir helgi en markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni. Farið...

UPPSELT HJÁ HALLGRÍMI Á KJARVALSSTÖÐUM

Hallgrímur Helgason verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum sem ná yfir 40 ára feril hans sem myndlistarmanns. Tvær ferðir verða...

ALDREI MEIRI JÓLASKREYTINGAR Í REYKJAVÍK

Aldrei hefur verið meira skreytt í Reykjavík fyrir hátíðarnar, en hana prýða nú yfir 500 þúsund ljósaperur og 50 kílómetrar af jólaseríum. 25 styrkjum var...

ÞEGAR SNÆFUGL SÖKK

"Þessa mynd tók ég á síldinni 1963 austur af landinu. Þarna er Snæfugl SU 20 að háfa með gott kast," segir Margeir Margeirsson veitingamaður...

ÚTVALDIR Í VESTURVIN

Á dögunum var myndlistarmönnum boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur.Nú...

Sagt er...

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 8. og 15. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa...

Lag dagsins

Ármann Reynisson rithöfundur og athafnaskáld er 73 ára í dag. Hann hefur víða litið við á lífsleiðinni; nú síðast var hann að stofna Gullmarkaðinn...