HomeGreinarPIPRAÐIR Í MYRKRI OG RIGNINGU

PIPRAÐIR Í MYRKRI OG RIGNINGU

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur er einn snjallasti hugsuðurinn á samfélagsmiðlum. Nú haustar og Jónatan rifjar upp haustið 1970 – fyrir 54 árum:

haustið 1970
var annað haustið mitt á Hvanneyri
þá var myrkur og rigning
við Friðrik
plægðum á Hesti á opnum vélum
og ljóslausum
í myrkri og rigningu
einn
tók ég grafir í Hvanneyrargarði
í myrkri og rigningu
við Haukur
grófum upp lekar og ónýtar frárennslislagnir
á síðkvöldum
í svartamyrkri og slagviðri
svartast áttum við myrkrið
undir prestssetrinu
og vestur af því
hvar við grófum upp rotþró
og ónýta leiðslu
og skiptum um þá síðarnefndu
seðla fáeina
fengum við að verkalokum
og ákváðum að verja þeim
í eitthvert fagurt og gott málefni
buðum félögum okkar tólf
að koma með okkur í sjöunda himin
einn okkar
fann þar förunaut lífsins
gladdi okkur
þótt við hinir
værum enn jafnörvæntingarfullir
og pipraðir
og áður
TENGDAR FRÉTTIR

PÁLL SÆKIR UM REYNSLULAUSN Í STÓRA KÓKAÍNMÁLINU

"Ég var að leggja inn umsókn um reynslulausn, ætti að hafa góðan möguleika," segir Páll Jónsson harðviðarsali sem hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu...

ÍSLAND EKKI BESTA LAND Í HEIMI

"Þá vitum við það. Ísland er ekki besta land í heimi, og raunar nokkuð langt frá því," segir Friðrik Indriðason blaðamaður og samfélagsrýnir: "Ísland er...

MAÐKUR Í MYSU Í MINI MARKET

Mini Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cumin (Kmin Rzymski) frá Prymat Póllandi. Ástæða innköllunar: Varan er...

BARNAPERMANENT TIL FORNA

Rafknúin permanentvél sem tekin var í notun fyrir 60 árumm eða svo varð stax vinsæl meðal kvenna og jafnvel litlar stúlkur fengu permanent, beintendar...

SVANHILDUR – 83 ÁRA ÞOKKADÍS

"Allt er vænt sem vel er grænt!" segir hin eina og sanna Svanhildur Jakobsdóttir og kallar myndina: "Los Angeles, september 2024." Svanhildur er 83...

BORGARSTJÓRI OPNAÐI LJÓÐRÆNAN RÓSAGARÐ

Freyjugarður, sem er við Freyjugötu 19, var opnaður formlega í gær en í garðinum er hægt að eiga hugljúfa náttúrustund með ljóðrænu ívafi. Einar Þorsteinsson...

ELLÝ Q4U Í ÆVINTÝRAFERÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

"Frá því ég man eftir mér hef ég notið þess að skapa og skiptir engu máli í hvaða formi það er," segir Ellý Q,...

EIN Á PALLI

Bjarkey Olsen matvælaráðherra var tekin á beinið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins vegna ívilnunar ríkisvaldsins til kaupfélags Skagfirðinga til að kaupa upp alla samkeppni á kjötmarkaði,...

SVIÐASMEKKUR CLAUDIU GLÓDÍSAR

"Hvað finnst ykkur besti hlutinn af sviðinu?" spyr dægurstjarnan Claudia Glódís Gunnarsdóttir og svarar fyrir sjálfa sig: "Ég verð að játa að fer beint í...

BÖRN HENGD UPP Í FARANGURSGEYMSLU Í FLUGFERÐUM

Svona var ferðast með börn í flugvélum á sjöunda áratugnum. Fest upp í sérhannaðri koju í farangursgeymslu yfir farþegum. Flugfreyja hugar að barni á...

FRIÐARSÚLAN FÍNPÚSSUÐ

Reykjavíkurborg tilkynnir: - Framkvæmdir við endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey eru hafnar. Þær ganga samkvæmt áætlun og á þeim að ljúka áður en súlan verður tendruð,...

ANDLITSLYFTING Á VESTURGÖTU – FRIÐUÐU HÚSI BREYTT Í 8 ÍBÚÐIR

Í nafni þéttingar byggðar eru framkvæmdir hafnar á Vesturgötu 30, á horni Ægisgötu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun stendur þetta til:: "Endurbætur á friðuðu húsi ásamt nýbyggingum á...

Sagt er...

Market Sara, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum vöruna Halva bedeck mit Pisazien. Tilkynning barst í gegnum viðvörunarkerfið...

Lag dagsins

Fæðingardagur Colonel Sanders (1890-1980) sem hefði orðið 134 ára í dag. Stofnaði Kentucky Fried Chicken (KFC) í Kreppunni miklu og framleiðslan byggði á "leyniuppskrift"...