Ian Fleming (1908-1964) má með réttu kalla föður James Bond því hann skóp fyrstu sögurnar um njósnara hennar hátignar sem enn flýgur með himinskautum. Bækur Fleming um Bond hafa selst í rúmlega milljón eintökum og hafa ekki aðrir gert betur. Þá hefur alþjóðaflugvöllurinn á Jamæku verið nefndur eftir honum – „Ian Fleming International Airport.“ – en þar dvaldi hann gjarnan við skriftir.