HomeGreinarSÝNINGIN SEM ALDREI VAR SÝND

SÝNINGIN SEM ALDREI VAR SÝND

Mánudagspóstur vegna fréttar:

Sæll Eiríkur

Fyrir hönd Listasafns Reykjanesbæjar harma ég að ekki verði af sýningu Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur í safninu. Það er synd að svona fór en því miður gekk samstarfið mjög brösuglega frá upphafi og ekki var staðið við þá tímafresti sem settir voru er snúa að uppsetningu sýningarinnar.

Nokkrum dögum fyrir fyrirhugaða opnun kom í ljós að Bryndís treysti sér ekki að fylgja þeim ramma sem safnið hefur sett er varða m.a. útgjöld, vinnutíma starfsfólks og samvinnu um sýningaskrá. Safnið setti þá fram úrslitakosti um loka-undirbúning sem ekki var fallist á.

Listamaðurinn og verkin hans eru sannarlega mikilvægasti þátturinn í hverri sýningu en það koma þó margir aðrir að því að setja upp og undirbúa myndlistarsýningar. Tæknimenn, smiðir, aðstoðarfólk, listfræðingar, sýningarstjórar og fleira starfsfólk. Í þessu tilfelli komu upp samstarfsörðugleikar sem leiddu til þessarar leiðu niðurstöðu að ekki verður af sýningunni í Listasafni Reykjanesbæjar.

Með því er ekki felldur neinn dómur um listamanninn eða verk hans en því miður gengur hlutirnir ekki upp í þessu tilfelli.

Bestu kveðjur,

Helga Þórsdóttir – Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar / Museum director of Reykjanes Art Museum / Þjónustu- og menningarsvið.

TENGDAR FRÉTTIR

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

FORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland...

ALBÍNÓI Í ANDAHÓPNUM Á REYKJAVÍKURTJÖRN

Það var eins og endurnar á Tjörninni yrðu hissa þegar á tjarnarbakkanum birtust alhvít önd - albínói. Hún skimaði yfir vatnsyfirborðið líkt og hún...

FISKIKÓNGURINN KAUPIR SMELLBEITUR

Fiskikóngurinn Kristján Berg virðast hafa fjárfest í nýrri tegund af beitu á vefnum hjá Mannlífi - smellbeitum: "Fór og hitti meistara allra fyrirsagna í gær....

ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR MEÐ PÉTRI ARKITEKT OG FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS

Það er gaman ganga með Pétri H. Ármannssyni arkitekt og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands til margra ára um borgarlandið því fáir ef nokkrir þekkja...

NAKTIR Á HJÓLUM TIL BJARGAR HEIMINUM

London var undirlögð í gær vegna 20 ára afmælis "The World Ride", sem í ár var haldið í London. Þar hjólar fólk alsnakið um...

FRIÐRIK MEÐ AFMÆLISVEISLU Á MÓNAKÓ CASINO CLUB

Friðrik Indriðason blaðamaður og lífskúnstner hélt upp á 67 ára afmæli sitt á Mónakó Casino Club á Laugavegi skömmu eftir hádegi í gær. Þar...

SÖNGELSKIR TVÍBURAR GERA GÖNGUSTÍG Í ÚLFARSFELLI

Einn vinsælasti göngustígurinn í borgarlandinu liggur eins og þráður frá austurhlíðum Úlfarsfells og alveg upp á efri bunguna. Þar hefur Ferðafélag Íslands komið fyrir...

GRÆNAR DOPPUR FÆLA NESTISÞJÓFA FRÁ

Ef einhver er að stelast í nestið þitt í sameiginlegum ísskáp á vinnustaðnum skaltu fá þér svona nestispoka með grænum blettum. Sá poki verður...

KONURNAR Á EYRARBAKKA

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka verður opnuð sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og byggir hún á samnefndri bók eftir Jónínu Óskardóttur,...

SLÆÐUÆÐI BRESTUR Á

Allir komnir með slæður um háls líkt og nýi forsetinn setti óvart upp í kosningabaráttunni. Slæðuæðið nær inn á Alþingi þar sem Tommi á...

OLÍS SKERÐIR ÞJÓNUSTU – MÆLIR EKKI LENGUR OLÍU Á BENSÍNSTÖÐVUM

Sú var tíðin að bensínstöðvar voru mikilvægar við rekstur bíls - þar var olían mæld, skipt um perur og jafnvel viftureimar og starfsmenn á...

Sagt er...

Olíufélögin láta ekki sitt eftir liggja við að hámarka arðsemi sína með skerðingu á þjónustu sem áður þótti sjálfsögð. Nú eru þvottaplönin að víkja...

Lag dagsins

Birgir Ármannsson forseti Alþingis er afmælisbarn dagsins (56). Birgir er kannski ekki maður margra orða og fær því óskalagið Silence is Golden: https://www.youtube.com/watch?v=n03g8nsaBro