„Einkasýningu minni, „ Rúmmál Undantekningar“ sem opna átti á morgun, laugardaginn 25. maí kl 14, í Listasafni Reykjanesbæjar, hefur verið aflýst af safnstjóra Listasafnsins, með samþykki sviðsstjóra menningarsviðs Reykjanesbæjar- af engu staðfestu tilefni,“ segir Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir fjöllistakona.
–
„Athugasemdir hafa verið gerðar við þennan fordæmalausa gerning og farið fram á raunhæfar skýringar, umsamdar hefðbundnar greiðslur auk sanngjarnra miskabóta.
Það er dapurlegt en um leið á sinn hátt áhugavert að flytja tíðindi af þessum fordæmalausa gerningi sem felur í sér skemmdarverk að yfirlögðu ráði á listaverkum og sýningu, að því er virðist sprottin af annarlegum hvötum en ekki byggt á ritskoðun eða ágreiningi um inntak, form og eðli verka.
–
Fljótt á litið virðist því sem, með þessum gerningi Safnstjóra, stutt af yfirstjórn og vinnuveitendum Listasafn Reykjanesbæjar – Reykjanes Art Museum, án skoðunar eða efasemda um forsendur og framgangssemi safnstjórans, sé brotið blað í íslenskri listasögu og safnastarfi. Í víðara samhengi er hér þó etv um að ræða kennileiti eða viðvörunarmerki á lengri vegferð.“