„Vihjálmur Birgisson vakti máls á því í fyrra að lífeyrissjóðirnir eiga um 3/4 hlutafjár, bæði í Högum og Festi,“ segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri:
Hagar eiga eftirfarandi fyrirtæki:
• Bónus
• Hagkaup
• Olís
• Aðföng
• Bananar
• Zara
• Stórkaup
• Eldum rétt
Festi á eftirfarandi fyrirtæki:
• Krónuna
• Elko
• N1
–
Hér er um augljósa hringamyndun að ræða. Þetta hefur ekki bara gerst fyrir framan nefið á Samkeppniseftirlitinu, stofnunin hefur gefið leyfi sitt fyrir þessu….Fákeppni og sjálftaka er að verða eitt mesta böl samfélagsins…Ástæða er til að stjórnvöld bregðist við sjálftöku forréttindafólksins. Hættið nú að rífast og takið á þessu!“