Hvíta húsið er að snúa vörn í sókn varðandi gagnrýni á aldur Joe Biden forseta, sem verður 82 ára á þessu ári, nú þegar stefnir í kosningaslag á milli hans og Donald Trumps. Ítrekað hefur verið vísað til forsetans sem „eldri manns sem er farinn að missa minnið en vill vel“. Nú segja ráðgjafar hans að augljóslega geti Biden ekki stöðvað tímans rás en hann geti breytt því hvernig kjósendur líti á hann. Þess vegna hefur honum verið ráðlagt að setja á sig hornboltahúfa, fá sér ís, grínast við áhrifavalda, sem dreifa myndum af honum á TikTok og eiga í hreinskiptnari skoðanaskiptum við blaðamenn. Leiðarljósið í kosningabaráttu Biden verður aldur og reynsla.