Hjálpræðisherinn er að undirbúa útrás fyrir Kastalakaffi sitt í nýja Herkastalanum við Suðurlandsbraut sem orðið er eitt vinsælasta kaffihús í Reykjavík og þá ekki síst fyrir góðar veitingar á frábæru verði.

Stefnt er að því að opna í Garðastræti 6 í húsnæði sem Hjálpræðisherinn á og rak þar áður nytjamarkað fyrir notaðan fatnað undir nafninu Hertex. Í millitíðinni opnuðu stofnendur Cuckoo’s Nest þar snotran veitingastað en hann er nú allur. Iðnaðarmenn eru nú á fullu að gera húsnæðið klárt.
Hertex búðir Hjálpræðishersins hafa notið vinsælda víða um land en þær eru staðsettar Í Grafarholti, Akureyri og Keflavík.