Sérhannaður Land Rover auðmannsins og Íslandsvinarins Jim Ratcliffe var lagt við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg í gær. Land Rover er eitt helsta áhugamál Ratcliffe og merkir hann framleiðsluna Ineos Grenadier en Ineos er nafn á einu fyrirtækja hans. Líklega hefur Ratcliffe sjálfur ekki verið þarna á ferð heldur frekar starfsmaður hans hér á landi sem hefur þá fengið þennan „gullvagn“ til afnota.
Þetta er dýrasta útgáfa af Land Rover sem framleitt hefur verið og íslenski spaðinn sem lenti í fréttunum um daginn þegar hann keypti Benz jeppa á 60 milljónir bliknar í samanburði.