„Eftir tæp tvö ár með rangt lyklaborð á tölvunni hef ég fengið sérfræðing að sunnan til þess að laga það fyrir mig og viti menn, það virkaði,“ segir Þorri Haraldsson sjómaður í húð og hár á Stöðvarfirði og í framhaldinu gerðist þetta:
„Ég hef því ákveðið að taka það verkefni að mér að skrásetja þetta nútímasamfélag sem við búum í á wikipedia en þar hef ég stofnað aðgang. Ég tel mig vera hæfan í þetta verkefni þar sem ég hef nýlega lokið sagnfræðiprófi við Háskóla Íslands en ég ákvað að fara í það nám til þess að geta skrifað wikipedia síður. Ég hef þegar hafist handa og hver veit nema að maður fái fálkaorðuna einn daginn fyrir ritstörf.“