„Þú sem skildir þetta eftir á gangstétt við Boðagranda vinsamlegast komdu og fjarlægðu það,“ segir Sigríður Ólafsdóttir húsmóðir í Vesturbænum sem kom auga á þetta þegar hún var að viðra sig á göngu um hverfið:
„Þú ætlast kannski til að aðrir sjái um það fyrir þig, en slík tilætlunarsemi kemur því miður óorði á aðra hundaeigendur. Ég tel venjulega ekki eftir mér að hirða upp það sem verður á vegi mínum og er nokkurn veginn í föstu formi, en þetta fer yfir strikið. Ég skal hins vegar með glöðu geði gefa þér poka ef þú bankar upp á hjá mér, ef pokinn er vandamál.“