„Góðir hlutir gerast hægt. Undirbúningur sýningarinnar tók tvö ár en síðan seldust öll verkin 12 á svipstundu,“ segir Skúli Gunnlaugsson læknir og listaverkasafnari um sýningu Ernu Mist í galleríi Jóns Óskars og Huldu Hákon, Kontórnum, fyrir ofan Gráa köttinn á Hverfisgötu:
„Opnunin í gær heppnaðist frábærlega en því miður fengu færri en vildu. Svona er listin óútreiknanleg. En þetta er gott veganesti fyrir Ernu sem nú heldur til Los Angeles og opnar þar einkasýningu í lok þessa mánaðar. Svo þarf hún eflaust langt frí eftir þetta allt saman. Um leið og við þökkum öllum fyrir komuna þá hvetjum við listaáhugafólk til að koma og sjá. Opið alla daga til 7. mars.“