Gamall Framsóknarmaður skrifar:
–
Um miðjan febrúar árið 1984 – fyrir 40 árum. Steingrímur Hermansson í sjónvarpi þar sem Ásmundur Stefánsson gerði harða hríð að forsætisráðherra. Sagði launafólk vera í slæmri stöðu vegna efnahagsmála og kjaraskerðinga. Fjöldi fólk þyrfti í harðærinu að lifa á grjónagraut:
„Já, mér finnst nú grjónagrautur góður matur,“ sagði landsfaðirinn.
Gagnrýnin þangaði, Ásmundur tapaði debattinum. EIR fór í símann og sendi GVA í Mávanesið – þar sem Edda kona Steingríms var við eldhúsverkin. Fréttamál í allra hæsta gæðaflokki.