Frá pokamanni:
–
Fyrir 20 árum kostuðu burðarpokar í matvöruverslunum 8 krónur. Miðað við verðlagsþróun ættu þeir að hafa hækkað í 24 krónur, þ.e. þrefaldast í verði.
Burðarpokinn í Nettó er kominn í 69 krónur. Það er rúmlega áttföldun í verði. Fyrir 20 árum var innkaupsverð burðarpokanna til verslana 5 krónur. Það gerir 15 krónur að núvirði.
Sagt er að markmiðið sé að fá fólk til að minnka notkun einnota plastburðarpoka. En þeir eru langt því frá að vera einnota. Þeir eru ekki úr plasti, heldur úr lífniðurbrjótanlegum efnum. Þá má nota mörgum sinnum og að lokum undir plastruslið eða matarleifarnar.