Kjósandi skrifar:
–
Í kappræðum Stöðvar 2 í gær náði Arnar Þór Jónsson einn frambjóðenda að svara öllum spurningum rétt varðandi íslenska sögu og menningu: Að Grettir hefði synt út í Drangey; að Gunnar Hámundarson hefði búið á Hlíðarenda, að það hefði verið Jón Arason biskup sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550; að Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson hefðu barist um ástir Helgu fögru – að Seltjarnarnes væri sérstakt bæjarfélag. Katrín komst næst að geta svarað rétt og síðan Halla Hrund, Baldur og Jón Gnarr. Halla Tómasdóttir er alveg blönk á þessu sviði. Hún gat ekki svarað neinni ofangreindra spurninga úr íslenskri sögu – sem allir eiga að vita svarið við nema þeir séu innflytjendur með annan menningarbakgrunn.