Heimildamynd um kántrýsöngvarann Johnny King verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni 17.-20. maí. Árni Sveinsson leikstýrir og meðframleiðandi er útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson.
–
Johnny King – gerði garðinn frægan í mynd Friðrik Þórs – Kúrekar Norðurins og var helsti keppinautur Hallbjörn heitins í Kántríbæ á Skagastönd og deildu þeir lengi um hvor ætti Lukku Láka.
–
Upptökur og framleiðsla tók um 8 ár og fjallað er á veigamikinn og djúpstæðan hátt um afar persónulega og afgerandi atburði sem áttu sér stað bæðri fyrir og á meðan ferli myndarinnar varði. Johnny King var á krossgötum í lífinu og gerir eina loka tilraun til að komast aftur í sviðljósið.