Hljóðupptökumeistarinn Tony Cook naut kvöldverðar á Forréttabarnum í Nýlendugötu ásamt gömlum félaga úr tónlistinni, Lárusi Grímssyni og eiginkonu hans, í gærkvöldi. Tony starfaði hér á land um áratugaskeið við hljóðupptökur í Hljóðrita og tók alls upp 250 plötur á þeim tíma – allt íslenskar metsöluplötur.
„Hérna er fínn matur,“ sagði Tony ánægður með sitt en Tonny býr nú í Manchester en kom sérstaklega í heimsókn til að fara á tónleika Mannakorns sem hann hljóðritaði einmitt á árum áður með góðum árangri:
„Frábærir tónleikar, Magnús sjálfur var rólegur á sviðinu en Pálmi í sprellandi fjöri út um allt. Gaman að sjá þá aftur,“ sagði Tony sem verður einmitt sjötugur ánæstu dögum og finnst ágætt að eldast.
–
Margar af þeim plötum sem Tony Cook kom að voru meðal vinsælustu og söluhæstu platna íslenskrar tónlistarsögu, og meðal annarra má þar nefna plötur með Megasi, Mannakornum, Björgvini Gíslasyni, Tappa Tíkarrass, Axeli Einarssyni, Björgvini Halldórssyni, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Björk, Hauki Morthens, Kukl og Áhöfninni á Halastjörnunni.