„Mér finnst Halla Hrund afar geðþekk en hún er auðvitað ekkert Vigdísarleg fyrir utan að hún er með ljóst hár,“ segir Þórunn Sigurðardóttir þungavigtarmanneskja í menningarlífi sinnar kynslóðar – eins og hún segir Vigdísi Finnbogadóttur hafa verið:
„Vigdís var þungavigarmanneskja í menningarlífinu með menntun á því sviði og öll hennar störf og reynsla lágu þar, auk þess sem hún hafði mikla reynslu af því að koma fram í sjónvarpi.“
Sonja B. Jónsdóttir fyrrum fréttamaður og kvikmyndagerrðarkona leiðréttir Þórunni snyrtilega:
„Held að Halla Hrund sé líka þungavigtarmanneskja – bara á öðrum sviðum en Vigdís og ekki síðri. Í raun kannski frekar mikilvægum sviðum í nútíma samfélögum og heiminum eins og hann er „á vorum tímum“.