Danir njóta þes nú að hafa viðhaldið og þróað menntun og þekkingu iðnaðarmanna sinna og því eru þeir nú albúnir til að endurreisa Börsen við Kniplingsbrú í Kaupmannahöfn þó enn rjúki úr rústunum. Sérfræðingar segja það sjálfsagt mál og auðleyst.
Annað er upp á teningnum hér á landi þar sem eftirlit og endurmenntu iðnaðarmanna hefur nánast horfið í sparnaðarskyni og fyrir bragðið þarf grunsamlega oft að rífa tiltölulega nýbyggð hús.