Framkvæmdir á Hlemmi teygja sig nú upp á næstu þúfu þar sem myndastytta Sigurjóns Ólafssonar af hryssu og foladi hefur staði lengi. Styttan verður flutt örlítin spotta og verður stöpullinn styttur nánast að jörð.
Til hvers? er spurt. Og svarið er: Til að börn geti klappað folaldinu!
Þær eru ýmsar hugmyndirnar sem skjóta upp kollinum á fundum skipulags og umhverfismála hjá Reykjavíkurborg.
–
Styttan var sett upp í Sogamýri 1966, flutt á Hlemmtorg 2005 í tilefni af fimmtugsafmæli Sigurjóns Ólafssonar. Árið 1958 fól Reykjavíkurborg honum að gera bronsmynd af klyfjahesti sem skyldi komið fyrir á Hlemmi, en þar var forðum áningarstaður hestalesta til og frá Reykjavík. Einnig var áformað að koma fyrir á Hlemmi eftirlíkingu drykkjarþróarinnar sem þar var. Verkið sýnir folaldsmeri með klyfjum. Vinstra megin ber hún planka, en koffort og pinkla hægra megin. Í humátt á eftir henni töltir folald og hnusar að móður sinni. Folaldið er með í för til að árétta að listamaðurinn sé að fjalla um aðstæður fátæka bóndans sem ekki hafi efni á að hlífa folaldsmeri sinni við klyfjum. Sigurjón hafði ungur fylgst með bændum á ferð með klyfjaða hesta sína í kaupstaðaferðum á Eyrarbakka. Til er ljósmynd frá 1890 af slíkri kaupstaðarferð sem talið er að listamaðurinn hafi haft til hliðsjónar. Hann vann síðan að hugmyndinni á árunum 1959–63 og verkið var steypt í brons hjá Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn 1965. Sökum kostnaðar var folaldið ekki sent til afsteypu fyrr en 1984.