Undarleg uppákoma varð við kjötborð Melabúðarinnar í miðri páskaösinni. Viðskiptavinur kom inn til að kaupa 250 grömm af laxi en það gekk ekki vel:
„Ég kemst ekki nær en 218 grömm,“ sagði afgreiðslumaðurinn við vigtina og virtist hugsi.
„Ég ætlaði að fá 250 grömm,“ sagði viðskiptavinurinn.
„Já, en ég get það ekki því það er bara eitt flak eftir og ef ég læt þig hafa 250 grömm á verð ég að setja þennan stubb aftur í borðið og það kaupir enginn svona lítin bita.“
„Ætlarðu að geyma þessi 250 grömm í borðinu fyrir einhvern annan en selja mér stubbinn? Ég kom á undan hinum viðskiptavininu, ef og þegar hann kemur, og ætlarðu að selja mér stubbinn og geyma 250 gramma bitann fyrir einhvern annan?
„Já. þetta eru reglurnar.“
„Á ég að kaupa stubbinn sem enginn vill? Í alvöru?
„Ef þú vilt.“
Verkstjóri kjötborðsins var kallaður til og hafði þetta að segja um málið: „Þetta eru reglurnar hér og eftir þeim er farið.“
„Do you like service?“ sagði viðskiptavinurinn, tók stubbinn og fór með hann heim þar sem hann varð nánast að engu á smjörpönnunni.