HomeGreinar"VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA" - MINNING

„VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA“ – MINNING

„Það var kannski við hæfi að fregna andlát Matthíasar þegar ég var á leið á bókamessuna í London. Leiðir okkar lágu saman á bókaakrinum fyrir meira en aldarfjórðungi.
Hann kom til okkar hjá Vöku-Helgafelli og við reyndum að standa undir því að gefa út stórskáld,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi í fallegum minningarorðum um Matthías Johannessen:
„Við setjum þig í bókaskápinn þar sem þú átt heima,“ sagði Ólafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku Helgafell“.
„Og hvar er það?“ spurði ég.
Hjá góðskáldunum,sögðu þeir,“ segir í dagbók Matthíasar frá þessum tíma.
Meðal annars endurútgáfum fyrstu bók hans, Borgin hló, árið 1998, fjórum áratugum eftir að hún kom fyrst út. Ég fékk þann heiður að skrifa stuttan formála og ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að ljóðin hefðu allt eins getað verið samin í nútímanum – ef ekki væri fyrir eitt orð: Kolbeinshaus. Síðar komu bækur á borð við hina mögnuðu Ættjarðarljóð á atómöld.
Eftir að ég fór að gefa út bækur fyrir eigin reikning hafði Matthías aftur samband, við endurnýjuðum kynnin og út kom bókin Söknuður. Fyrir nýliðin jól gáfum við hjá Bjarti & Veröld út bókina Undir mjúkum væng – myndir úr dagbók (enn ein vísunin í fugla í skáldskap hans).
Það var okkur sannkallaður heiður að hafa slíkan skáldjöfur á útgáfulista okkar.
En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.
Og að koma heim til þeirra Hönnu var kapítuli út af fyrir sig. Það var eins og að ganga inn í listasöguna. Varla sá á auðan vegg fyrir verkum helstu meistara íslenskrar myndlistar.
Já, Hanna. Það fór ekki á milli mála að hún var kletturinn í lífi hans. Bókin Söknuður kom út að henni látinni. Þar er þetta fallega ljóð:
Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,
bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.
Ég votta fjölskyldu og aðstandendum Matthíasar mína innilegustu samúð.
TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Sjá upprunalega frétt hér.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!