„Þá er komið að því: Bókin Allt sem við hefðum getað orðið er komin í verslanir! Það tók mig ekki nema tíu ár að skrifa hana,“ segir pistlahöfundurinn, fjölmiðlastjarnan og rithöfundurinn Sif Sigmarsdóttir í London:
„Ég ætla því að njóta umstangsins kringum jóalbókaflóðið ef það skyldu vera tíu ár í næstu bók. Ég hefði ekki getað ímyndað mér betri jólagjöf í ár en ummæli Hallgríms Helgasonar um bókina:
„Leggið frá ykkur börnin, símann og fjarstýringuna því hér er bók sem heimtar daginn! Flakandi ferskt spennudrama um skuggahlið listarinnar og súrnaða drauma.“
Takk, Hallgrímur.
Allt sem við hefðum getað orðið fjallar um tilraunir okkar til að halda deyjandi draumum okkar á lífi. Einu sinni átti ég mér þann draum að spila í hljómsveitinni Nirvana. Sá draumur lifði ekki af unglingsárin – en ég á þó ennþá þennan forláta stuttermabol um það sem ég hefði getað orðið … ef ég hefði einhvern tímann látið verða af því að læra á rafmagnsgítar.“






