Sarkozy fyrrum Frakklandsforseti var færður í fangelsi í gær. Fjölmiðlar í Evrópu eru iðnir við að birta myndir og teikningar af fangaklefa forsetans en honum fylgja tveir lífverðir til öryggis.

Carla Bruni eiginkona Sarkozy fylgdi honum út af heimili þeirra í París þar sem lögreglulið beið fyrrum forseta franska lýðveldisins. Þar kvöddust þau og Sarkozky sagði aðspurður ekki taka annað með sér í fangelsið en tvær bækur, ævisögu Jesú og Greifann af Monte Cristo.






