Stöðumælafyrirækið Parka stendur í framkvæmdum á baklóð stórhýsisins á Bræðraborgarstíg 16 sem snýr út að Drafnarstíg og er að hefja þar gjaldheimtu fyrir bílastæði. Bílatæði nágranna eru því fyrir bí og við bætist að Drafnarstíg hefur verið breytt í vistgötu og þar má ekki heldur leggja – og leggst illa í íbúa.
Eigandi byggingarinar við Bræðraborgarstíg er eitt af fasteignafyrirtækum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns og baklóðin við Drafnarstíg því líka.





