Þegar Tommi á Búllunni var að undirbúa sig fyrir að horfa á leik Manchester United og Liverpool í tölvunni heima í dag dúkkaði upp frétt Ríkissjónvarpsins frá því á fimmtudag. Var þar sagt frá atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarp Loga Einarssonar ráðherra málaflokksins og í myndskýringu mátti sjá hringskreyttan fingur Tomma samþykkja. En Tommi er ekki lengur á þingi.
„Ég varð dálítið hissa,“ segir Tommi sem var heima að horfa á fótbolta með sama hring á fingri og trúði vart eigin augum.





