Hlutabréf í fjölmiðlafyrirtækinu Sýn eru í frjálsu falli eftir afkomuviðvörum. Logi fjölmiðlaráðherra hefur áhyggjur og Heimir Karlsson, ein aðalstjarna Sýnar á útvarpssviðinu, leggur orð í belg til lausnar:
–
„Ég ætla að leyfa mér að setja fram mína skoðun. Vil taka það fram að ég vil alls ekki leggja niður RUV (veit að ekki eru mér allir sammála þar).
Þetta er ekki flókið:
1. Taka RUV af auglýsingamarkaði og draga úr umsvifum RUV
2. Selja Rás 2
3. RUV sinni fyrst og fremst innlendri dagskrárgerð og fréttum á einni sjónvarpsrás og einni útvarpsrás. 6-7 milljarðar í nefskatt ættu að vera miklu meira en nóg og þá skattpeninga okkar ætti ekki að nota i kaup á erlendu afþreyingarefni frá t.d. Hollywood.
4. Setja strax kvaðir á streymisveitur (Netflis osfrv.) Eins og reyndar Logi (ráðherra) ætlar sér.
5. Fella niður alla styrki til einkarekinna fjölmiðla (nema mögulega lítilla landsbyggðar-fjölmiðla).“






