„Það gengur á ýmsu á leiðinni á Kilimanjaro. Fjallið er ekki eins létt og ég taldi það vera,“ segir Reynir Traustason göngugarpur og fjölmiðlamaður sem er nú að klífa þetta fræga fjall með Guðrúnu konu sinni og ferðafélögum:
„Háfjallaveikin kom í bakið á mér og súrefni var eins ráðið. Er kominn í grunnbúðir ásamt góðum félögum úr gönguhópi okkar Guðrúnar. Á morgun stendur til að toppa í rúmlega 5.800 metra hæð ef aðstæður leyfa.“






