Sagt er að til standa að tefla Birni Inga Hrafnssyni fram í oddvitasæti Miðflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Bent er á reynslu Björns Inga í borgarstjórn þar sem hann sat um hríð áður en hann hvarf til annarra starfa. Nú er Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs formanns Miðflokksins þannig að hæg eru heimatökin.
Í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík tefldi Miðflokkurinn fram Ómari Má Jónssyni í fyrsta sæti en hann hafði ekki árangur sem erfiði. Ómar Már var þá kynntur sem fyrrum sveitarstjóri á Súðavík.






