Logi Einarsson menningarmálaráðherra kom fram með gömlum félögum í Skriðjöklum á tónlistarhátíðinni Eyrarrokk á Akureyri um helgina og sló í gegn.
Eyrarrokkið var nú haldið í fimmta sinn og alltaf uppselt. Þetta er hátíðin þar sem miðaldra karlar skipta úr virðulegum jakkafötum og gerast pönkarar á ný fyrstu helgina í október.
Logi kom fram í síðustu tveimur lögum Skriðjöklanna. Hann hélt líka tölu þar sem hann rifjaði upp hljómsveitarár sín en þá voru Skriðjöklarnir svo blankir að þeir þurftu allir að reykja úr sömu pípunni.






