„Við gleymum oft að hampa því sem vel er gert í íslensku samfélagi. Við tökum hlutum oft sem sjálfgefnum – þó það sé náttúrulega alls ekki svo,“ segir Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins:
–
„Við búum svo vel að fjöldi fólks leggur á sig gríðarlega vinnu, sumar eftir sumar, við að varpa ljósi á sögu og sérstöðu síns samfélags. Þar er ég að tala um bæjarhátíðir, menningarviðburði, sveitamarkaði og margskonar aðra viðburði. Þessar gleðistundir efla um leið samskipti og tengsl fólks – sem svo sannarlega veitir ekki af í hraða nútímans. Jafnframt styrkir þetta vitund okkar um menningu og sögu lands og þjóðar.
–
Þetta óeigingjarna starf, sem oft er unnið í sjálfboðavinnu, er dýrmætur þáttur í því að gera íslenska sumarið svo einstakt. Það gerir ferðaþjónustuna okkar eftirtektarverða, menninguna lifandi og samfélögin aðlaðandi – bæði fyrir gesti og okkur sjálf.
–
Höldum áfram að hlúa að því sem styrkir samfélögin okkar og sameinar okkur. Þökkum fyrir það!
Gleðilegt sumar!






