Jónatan Hermannsson hefur orðið og yrkir:
–
lögðum garð heima
sumarið sem ég var átján ára
sáum þá teinunga í draumi
sem stór og laufmikil tré
helst að ég væri hugdaufur
mér lá svo á
þetta stækkar svo hægt
ég endist ekki til að bíða eftir því
síðan eru sextíu ár
og eitthvað hefur komið fyrir
ég var átján ára
en er nú allt í einu sjötíu og átta
og bý í borg sem er full af trjám
ég geng og ég geng
sé sólina koma upp gegnum trjákrónu
sé tré verða að rauðri skuggamynd
um sólsetur
um miðjan dag
heyri ég útrænuna þjóta í krónum þeirra
miklu
miklu stærri
en nokkurt það tré
sem vogaði sér í draumana okkar heima






