Frá Veðurstofunni:
–
Mikil hætta fylgir því að ganga á nýstorknaðu hrauni. Yfirborðið kann að virðast stöðugt en getur verið aðeins örfáir sentimetrar á þykkt og undir leynist stundum glóandi hraun.
–
Veistu hversu lengi hraun getur haldist heitt?
–
Eftir gosið 1973 í Vestmannaeyjum var varminn úr hrauninu nýttur til húshitunar. Hraunhitaveitan starfaði í um 15 ár eftir gos en þá hafði hitinn í hrauninu lækkað þannig að ekki var hægt að nýta hann lengur til húshitunar. Þetta dæmi sýnir glögglega hve lengi hiti helst undir hrauni.
–
Einnig er vert að vara við dvöl við hraunjaðra. Yfirborð hraunsins getur brostið án fyrirvara og glóandi hrauntunga runnið fram.
–
Mengun er enn til staðar á svæðinu. Fylgstu með aðstæðum og sýndu aðgát.





