Thelma Sigurhansdóttir, einnig þekkt sem Thelma Gella, opnar sýninguna „Búsvæð“i í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 í dag. Thelma ólst upp á Íslandi umkringd víðáttumiklu, ósnortnu landslagi sem hafði djúpstæð áhrif á listsköpun hennar. Thelma hefur verið búsett í New York síðastliðin þrjú ár og opnaði nýlega einkasýningu í Staten Island Museum þar sem verk hennar endurspegluðu samræður milli róta hennar á Íslandi og hrárrar orku stórborgarinnar New York. Verk Thelmu vekja upp samræður um ósýnileg lög heimsins, umbreyta hinu hversdagslega í eitthvað djúpstætt og bjóða áhorfendum að hugleiða falda leyndardóma í hversdagsleikanum.
Á sýningunni „Búsvæði“ er hið flókna samband manneskjunnar við rými sem hún býr í rannsakað. Sýningin vekur upp spurningar um skynjun manneskjunnar á heiminum og kannar hvað gæti verið handan við raunveruleikann eins og við sjáum hann. Í súrrealískum og áhrifamiklum verkum teflir Thelma saman einangrun við ónáttúruleg og draumkennd inngrip sem afmá mörkin á milli náttúrunnar og þess manngerða.
Meginmyndefni sýningarinnar eru hendur sem virðast bæði verndandi og ágengar þar sem þær birtast í íslensku landslagi, út úr himninum, á túnum og í lífrænum efnum. Þær virðast rífa sig í gegnum náttúruöflin og á sama tíma laga þau og sýna þannig fram á viðkvæmni hins óþekkta heims handan við. „Búsvæð“ býður áhorfendum að hugleiða flókið og síbreytilegt samband manneskjunnar við náttúruna. Sýningin stendur til 18. júlí og er opin mánudaga – föstdaga 10-18 og laugardaga 11-16. Ókeypis aðgangur, öll velkomin.