
Ný bókabúð og gjafavöruverslun hefur verið opnuð í Hafnarstræti þar sem gatan snertir Lækjartorg. Þarna eru á ferð Bræðurnir Eyjólfsson frá Flateyri sem bæta um betur í útrás sinni að vestan til Reykjavíkur en auk þess eru þeir með aðra verslun í Hjartagarðinum á milli Laugavegar og Hverfisgötu.
„Ein glæsilegasta verlun miðbæjarins“ sagði kunnáttumaður sem átti leið hjá.
Bræðurnir Eyjólfsson var og er einstök verslun á Flateyri. Hún hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Og nú er það Reykjavík í sama stíl og upphaflega í byrjun síðustu aldar.