Bolli Héðinsson hagfræðingur hefur víða farið og er yfirleitt orðvar en nú blöskrar honum. Tilefnið er opnum fyrsta Starbucks kaffihússins á Íslandi – á Laugavegi miðjum:
„Starbucks er þekkt um víða veröld fyrir að greiða lúsarlaun þeim sem þar vinna og banna starfsfólkinu að vera í verkalýðsfélagi. Vegna lágra launa eru gestir gjarnan krafðir um þjórfé bæði með beinum og óbeinum hætti. Vonandi að íslensk verkalýðshreyfing láti Starbucks ekki komast upp með slíkt hér á landi.“