„Þegar kemur að því að eiga við áfengisvandamál. Af hverju þarf ég að standa upp og segja að ég sé alkóhólisti og deila mínum raunum? Má ég ekki bara koma inn á AA fund og segja að ég hafi skitið í heyið og hlusta,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill og heldur áfram:
„Fólk sem heldur framhjá… Framhjàhaldrar? Èg stal àvexti og skilaði honum sem unglingur… Þjófur? Það er þetta með íslenskt samfélag að við erum lítil og það er auðveldara að dæma og setja allt í kategoríur. Ég skal glöð vera mest outspoken alkóhólistinn sem er. Lífið er samt ekki svart hvítt. En það birtir alltaf til. Er ég alkóhólisti? Já. En mér þykir gáfulegra að tala um mig sem einhvern sem veit um vandann og ætlar að tækla hann. Góðar stundir.“