Einar Jóhannes Guðnason, barnabarn Einars í Betel (1923-1998), er sestur á þing fyrir Miðflokkinn sem varamaður Sigríðar Á. Andersen.
Nýi þingmaðurinn er 31 árs og hefur starfað sem viðskiptastjóri hjá 50skills. Afi hans, Einar í Betel, var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðanna bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík – Betel og Filadelfíu. Þótti hann með kraftmestu ræðumönnum sinnar samtíðar, alltaf með Biblíuna á lofti og hreif með sér viðstadda.
Annað barnabarn Einars í Betel og eldri bróðir nýja þingmannsins er Helgi Guðnason núverandi forstöðumaður Fíladelfíu í Reykjavík. Faðir þeirra beggja er Guðni Einarsson sem var blaðamaður Morgunblaðsins um áratugaskeið.