Á Listahátíð í Reykjavík 2026 verður Hildur Guðnadóttir hátíðarlistamaður og sérstök áhersla lögð á tónlist hennar. Dagana 4. – 7. júní verður boðið upp á þrjá viðburði þar sem tónlist Hildar er í fyrirrúmi.
„“Þakklæti er mér efst í huga þegar kemur að því að vera hátíðarlistamaður Listahátíðar í Reykjavík. Það er mikill heiður að koma heim og deila með landsmönnum brot af því sem ég hef verið að fást við á undanförnum áratugum. Ég hlakka til samstarfsins við Sinfóníuhljómsveit Ísland og Kór Hallgrímskirkju og að flytja glænýja tónlist með góðum vinum sem ég mun ferðast með og flytja víðsvegar um heiminn á næstu árum,” segir Hildur.