Andrés Magnússon ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu reifar framtíð sjónvarps í pistli í blaði sínu í dag. Bendir hann réttilega á að línulega dagskrá sé að láta undan:
„En kannski það sé einfaldlega ný tækni og breyttir neysluhættir, sem mestu valda. Að línuleg dagskrá sé að syngja sitt síðasta og streymi taki við. Eiga nokkrar íslenskar stöðvar séns í það? Það þarf ekki að bíða í 30 ár eftir að erlendu veiturnar bjóði allt efni á íslensku í krafti gervigreindar og þá verður lítið eftir af íslensku sjónvarpi nema áramótaávarp útvarpsstjóra. Við það ræður gervigreindin ekki!“