
Bændablaðið færir sig nú inn á lendur ljósvakans með upplýsta og spennandi umræðu um landbúnað. Nýr þáttur aðra hverja viku eða þá viku sem Bændablaðið kemur ekki út.
Í þessum þáttum verður víða komið við í spjalli við bændur og sérfræðinga um allt sem við kemur landbúnaði, en líka ráðafólkið sem leggur línurnar. Hvert skal stefna með íslenskan landbúnað?
Fyrsti gestur Útvarps Bændablaðsins verður Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Þátturinn fer í loftið miðvikudaginn 4. júní.
Hægt verður að hlusta á Útvarp Bændablaðsins á Spotify og öðrum helstu hlaðvarpsveitum en einnig á vef Bændablaðsins, bbl.is.
Umsjón hefur Þröstur Helgason, ritstjóri Bændablaðsins.