Gunnar Smári, fyrrum foringi í Sósíalistaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu til áskrifenda Samstöðvarinnar:
–
Ágæti áskrifandi að Samstöðinni
Vegna átaka á aðalfundi Sósíalistaflokksins er rétt að taka fram
við áskrifendur Samstöðvarinnar að Samstöðin er að fullu í eigi
Alþýðufélagsins. Stjórnarskipti hjá Sósíalistaflokknum hafa
engin áhrif á Samstöðina, hún heldur sínu striki.
STJÓRN ALÞÝÐUFÉLAGSINS
Aðalfundur Alþýðufélagsins var haldinn í byrjun apríl og þar var
kjörin stjórn fyrir félagið. Í henni sitja: Bogi Reynisson
hljóðmaður, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Eyjólfur
Guðmundsson verkfræðingur, Gísli Tryggvason lögmaður, Guðmundur
Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Gunnar Smári Egilsson
blaðamaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Kristinn
Sigmundsson óperusöngvari, María Pétursdóttir myndlistarkona,
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Sanna Magdalena
Mörtudóttir forseti borgarstjórnar, Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Eflingar, Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri, Þorvaldur Gylfason prófessor og Ævar Kjartansson
útvarpsmaður.
TRYGGJUM SJÁLFSTÆÐI SAMSTÖÐVARINNAR
Sósíalistaflokkurinn samþykkti 2021 að helmingur af styrk ríkisins
til flokksins færi í að byggja upp Samstöðina. Síðar var
ákveðið að þessi styrkur rynni sem lán til Samstöðvarinnar í
formi víkjandi lána sem hægt er að breyta í hlutafé á sama tíma
og framlagi frá Alþýðufélaginu yrði breytt í hlutafé. Þegar og
ef það gerist mun Alþýðufélagið fara með öruggan meirihluta í
Samstöðinni, enda er framlag Alþýðufélagsins til Samstöðvarinnar
miklum mun hærra en framlag flokksins. Samstöðin mun halda áfram
þótt núverandi forysta í Sósíalistaflokknum hætti að leggja fé
til hennar.