„Fór hring um Fossvogskirkjugarð með Kristrúnu Rodpitak í gær en hún vinnur þar að rannsóknum á þröstum,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands:
„Þar benti hún mér m.a. á litmerktan svartþrastarunga sem heitir Blær (gulur 071) sem er afkvæmi hans Binna (grænn 052). Fuglasöngur og mikið líf í kirkjugarðinum.“
–
Þykist öðrum þröstum meiri.
Þenur brjóst og sperrir stél.
Vill að allur heimur heyri
hvað hann syngur listavel.