Boðið verður upp á ókeypis súpu á Slippbarnum við Reykjavíkurhöfn á Sjómannadaginn 1. júní á meðan birgðir endast. Allan daginn verður svo boðið upp á stóran bjór á 1.000 krónur.
„Það stefnir í sól og blíðu svo þá er tilvalið að njóta lífsins við höfnina og fylgjast með hátíðarhöldum,“ segja þeir á Slippbarnum.
Þá verður frítt inn á allar sýningar Sjóminjasafnsins á Granda, meðtalin skoðunarferð um borð í varðskipið Óðinn sem þarna liggur. Slysavarnarfélagið Landsbjörg verður með kaffisölu í Bryggjusalnum til styrktar sínu mikilvæga starfi, undir ljúfum harmonikkuundirleik. Dagskráin stendur frá kl. 10–17.