Þekktasti klæðskeri landsins og tískukóngur í Bankastræti á árum áður, Sævar Karl, opnar málverkasýningu í ZooM Art galleríinu í Munchen í Þýsskalandi 22. maí kl. 18-21. „BLÓM“ heitir sýningin.Sævar Karl hefur verið búsettur í Munchen um árabil ásamt eiginkonu sinni og stundað þar málaralist með góðum árangi. Blómamyndir hans sýna listamanninn sem fagurkera sem málar ekki síst fyrir þá sem „…hafa einfaldan smekk og velja aðeins það besta,“ eins og hann auglýsti klæðnað sinn áður fyrr.